Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. febrúar 2016 18:15
Magnús Már Einarsson
Vill sjá Deeney í enska landsliðinu
Tveir sterkir:  Troy Deeney og Kurt Zouma.
Tveir sterkir: Troy Deeney og Kurt Zouma.
Mynd: Getty Images
Quique Sanchez Flores, stjóri Watford, vill að Troy Deeney fari með enska landsliðinu á EM í sumar.

Deeney hefur staðið sig vel á tímabilinu og Flores vill sjá hann fara á EM.

„Ég sagði fyrir mánuði síðan að Deeney hefur allt til að bera fyrir landsliðið. Hann hefur kraftinn og hann er klókur," sagði Flores.

„Hann skilur enska fótboltann 100%. Hann getur unnið með Kane og Vardy frammi. Hann getur hjálpað til í hvaða leikstíl sem er. Ég hef ekki rætt þetta við Roy Hodgson (landsliðsþjálfara) og ég reikna ekki með að hann hringi í mig."

„Ég myndi hins vegar vera mjög ánægður ef hann horfir á leikmenn Watford. Hann (Deeney) verðskuldar að fara í landsliðið."

Athugasemdir
banner