Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 12. febrúar 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eiður Smári: Eina skiptið sem ég hef fundið fyrir náttúrulegri vímu
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen fer um víðan völl í skemmtilegu viðtali við vefsíðu Chelsea.

Eiður rifjar upp tíma sína hjá félaginu fyrir leik liðsins gegn West Bromwich Albion í kvöld.

„Ég man eftir fyrsta leiknum í byrjunarliðinu. Við spiluðum með eins konar 4-3-3 leikkerfi, Jimmy var fremstur og ég var hægra megin. Ég átti frábæran leik, lagði fyrsta markið upp og skoraði í góðum sigri," sagði Eiður um 4-0 sigurinn frá því 17. desember 2001.

„Ég man vel eftir því hvað tempóið var hátt, ég hélt að fótleggirnir myndu gefa sig. Þegar tók að líða á fyrri hálfleikinn þráði ég að komast inn í klefa til að ná andanum."

Eiður skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu gegn Leeds tímabilið 2002-03 og segir það hafa verið einn af hápunktum ferilsins.

„Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef fundið fyrir náttúrulegri vímu. Að vera viðstaddur fæðingu barna sinna er stórkostlegt, það er þó ekki eins og að gera eitthvað sem mann hefur dreymt um alla ævi fyrir framan 40 þúsund manns. Þetta er eitthvað sem gerist aldrei aftur, þetta var fullkomnun."

Eiður gerði eina þrennu fyrir Chelsea og segir það vera synd að hafa ekki sett fleiri. Hann segir Claudio Ranieri hafa skemmt marga þrennumöguleika með skiptingum á lokamínútunum.

„Það er til skammar að ég hafi bara gert eina þrennu fyrir Chelsea! Ég skoraði mikið af tvennum. Ég man þegar Ranieri var við stjórnvölinn, hann tók mig alltaf útaf á lokakaflanum þó ég væri kominn með tvö.

„Ég fundaði 10 sinnum með honum til að biðja hann um að hætta að taka mig alltaf útaf undir lokin!"

Athugasemdir
banner
banner
banner