Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 12. ágúst 2017 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Felix: Þessi eyja er geðveik
Felix Örn Friðriksson
Felix Örn Friðriksson
Mynd: ÍBV
Felix Örn Friðriksson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir 1-0 sigur liðsins á FH í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. Hann gat ekki lýst tilfinningunni.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  0 FH

Felix kom inn sem varamaður í síðari hálfleik og bjargaði meðal annars á línu.

„Ólýsanlegt. Þetta er sætasti sigur sem ég hef sigrað. Það var geðveikt að taka þátt í þessu og með þessa áhorfendur, þetta var geðveikt," sagði Felix við Fótbolta.net.

„Við komum og berjumst og það er markmið ÍBV að berjast fram að 90. mínútu og gerðum það."

„Maður er auðvitað svekktur að fá ekki að spila allan leikinn en maður sættir sig við það að vinna og ég treysti öllum í þesum liði og þeim sem byrja, þjálfaranum og öllum. Þetta er sætt."

ÍBV fékk eina milljón í ávísun fyrir sigurinn og hann býst við því að væn summa af því verði notuð á Lundanum í Vestamannaeyjum.

„Ég segi það nú ekki en það verður góð fjárhæð notuð í kvöld. Þessi eyja er geðveik og stemningin og allt," sagði hann ennfremur.

Blaðamaður spurði hvort það mætti búast við annarri þjóðhátíð í kvöld og hann gat verið sammála því.

„Að sjálfsögðu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner