Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 12. október 2015 17:30
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Raggi Sig: Mér leið drulluvel
Icelandair
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er fullur tilhlökkunar fyrir leik Íslands gegn Tyrklandi í Konya annað kvöld.

Ragnar og félagar eru búnir að tryggja sér sæti á EM 2016 en það þýðir ekki að þeir muni gefa neitt eftir í síðasta leik undankeppninnar gegn Tyrkjum.

„Þetta verður spennandi leikur, maður býst við einhverri ákveðinni stemningu hérna og það verður spennandi að sjá," sagði Ragnar við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Blaðamaður gerði ráð fyrir því að stuðningsmenn í Rússlandi, þar sem Ragnar spilar fyrir FC Krasnodar, væru ansi blóðheitir og því ætti varnarmaðurinn öflugi að vera vanur því andrúmslofti sem von er á annað kvöld. Það reyndist rangt.

„Þeir eru ekkert það heitir í Rússlandi, það er frekar rólegt þar reyndar. Ég hélt sjálfur að það yrði miklu alvarlegra þar, en maður hefur heyrt að þeir séu mjög heitir hérna. Ég hef spilað einu sinni á móti Galatasaray og það var alveg hörku fjör þar," sagði Ragnar.

„Maður reynir náttúrulega allt til að einbeita sér bara að leiknum en það koma hugsanir hér eða þar. Það er bara misjafnt hvað menn eru að hugsa."

Ansi stutt er á milli leikjanna gegn Lettlandi og Tyrklandi en sjálfur er Ragnar ferskur.

„Maður er alltaf smá stífur og svona en við vorum á æfingu áðan og mér leið allavega drulluvel," sagði Ragnar, sem vill ekki spá of mikið í 2-2 jafnteflinu gegn Lettlandi.

„Að mínu mati þýðir ekkert að vera að spá allt of mikið í því. Við skoðum hvað fór úrskeiðis og svo einbeitum við okkur bara að þessum leik," sagði Ragnar, sem viðurkennir þó að það hafi ekki verið gaman að fá á sig tvö mörk.

„Það var gjörsamlega óþolandi en þetta var bara frábærlega klárað hjá þeim, þessi færi. Stundum er bara erfitt að stoppa mörk þegar þau eru svona vel gerð og mér fannst þetta vera þannig mörk."
Athugasemdir
banner
banner