Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 13. október 2015 22:01
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Konya
Kári: Veit aldrei hvað gerist með ítalskan dómara
Icelandair
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var ekki ánægður með dómarann eftir 1-0 tap gegn Tyrkjum í kvöld. Kári fékk á sig aukaspyrnu undir lok leiks sem Selcuk Inan skoraði sigurmarkið úr.

Lestu um leikinn: Tyrkland 1 -  0 Ísland

„Þetta var engin aukaspyrna. Það eru allir sammála um það og ég held að dómarinn viti það líka sjálfur. Þegar maður er með ítalskan dómara þá veit maður aldrei hvað gerist," sagði Kári við Fótbolta.net eftir leik.

Tyrkir höfðu misst Gökhan Töre af velli með rauða spjaldið áður en sigurmarkið kom.

„Þegar að hann var rekinn út af þá áttaði hann (dómarinn) sig á því að hann gæti verið í verseni ef að þetta myndi enda með jafntefli eða ef við hefðum unnið. Hann þurfti einhvernegin að bæta það upp."

Kári fannst Ísland ekki eiga skilið að tapa leiknum. „Við vorum með fulla stjórn á þessum leik. Þeir voru ekki að fara að skora þó við myndum spila í 180 mínútur. Þeir fá þessa aukaspyrnu og eru með frábæra spyrnumenn og skora," sagði Kári en gríðarlegur hávaði var á leikvanginum í Konya í kvöld.

„Ég hef ekki spilað í svona miklum hávaða. Þetta er mjög furðulegt. Það er verið að blístra allan tímann og búa til hávaða frekar en að búa til söngva."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner