Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. desember 2017 15:06
Elvar Geir Magnússon
Barcelona mun reyna að fá Özil og Arthur ef Coutinho kemur ekki
Arthur í leik með Gremio.
Arthur í leik með Gremio.
Mynd: Getty Images
Barcelona heldur áfram að rembast eins og rjúpan við staurinn í tilraunum sínum til að landa Brasilíumanninum Philippe Coutinho frá Liverpool.

Coutinho er áfram efstur á óskalista Börsunga sem gerðu þrjú tilboð í leikmanninn í síðasta sumarglugga. Liverpool hafnaði öllum tilboðunum.

Barcelona horfir til Coutinho sem arftaka Andrés Iniesta til framtíðar og hefur því verið haldið fram að Coutinho hafi þegar gert munnlegt samkomulag við spænska stórliðið.

Mundo Deportivo segir að Barcelona muni snúa sér að Mesut Özil hjá Arsenal og Arthur hjá brasilíska félaginu Gremio ef félagið nær ekki að krækja í Coutinho í komandi janúarglugga.

Samningur Özil við Arsenal rennur út næsta sumar og eru viðræður um nýjan í gangi.

Arthur er 21 árs og vann Copa Libertadores með Gremio fyrr í þessum mánuði og hefur þegar rætt við Katalóníufélagið.

Daily Mirror sagði frá því á dögunum að ólíklegt væri að Coutinho færi til Barcelona í janúar en hað leikmaðurinn vilji fá grænt ljós á að vera seldur þangað næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner