Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 14. ágúst 2017 13:40
Magnús Már Einarsson
Cristiano Ronaldo í fimm leikja bann (Staðfest)
Ronaldo svekktur eftir rauða spjaldið í gær.
Ronaldo svekktur eftir rauða spjaldið í gær.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann eftir að hafa ýtt við dómara í leik gegn Barcelona í spænska ofurbikarnum í gær.

Ronaldo fékk rauða spjaldið og í kjölfarið ýtti hann í bakið á De Burgos Bengoetxea dómara leiksins.

Aganefnd spænska knattspyrnusambandsins úrskurðaði Ronaldo í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið í dag en hann fær fjóra leiki aukalega í bann fyrir að ýta í dómarann.

Ronaldo átti viðburðaríkar lokamínútur í leiknum í gær. Hann kom Real Madrid yfir á 80. mínútu og fékk gula spjaldið fyrir að rífa sig úr að ofan þegar hann fagnaði. Hann fékk síðan annað gult spjald fyrir leikaraskap tveimur mínútum síðar.

Ronaldo verður í banni í síðari leiknum gegn Barcelona í vikunni og hann missir einnig af fyrstu fjórum umferðunum í spænsku úrvalsdeildinni.

Hér að neðan má sjá atvikið.

Athugasemdir
banner
banner