Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 14. ágúst 2017 10:32
Magnús Már Einarsson
Ronaldo mögulega á leið í langt bann
Ronaldo fær rauða spjaldið í gær.
Ronaldo fær rauða spjaldið í gær.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, gæti verið á leið í langt bann eftir viðbrögð sín við rauða spjaldinu í Ofurbikarnum gegn Barcelona í gær.

Ronaldo átti viðburðaríkar lokamínútur í leiknum í gær. Hann kom Real Madrid yfir á 80. mínútu og fékk gula spjaldið fyrir að rífa sig úr að ofan þegar hann fagnaði. Tveimur mínútum síðar fékk hann annað gult spjald og rautt fyrir leikaraskap.

Eftir rauða spjaldið ýtti Ronaldo í bakið á De Burgos Bengoetxea dómara leiksins. Spænskir fjölmiðlar segja að slíkt þýði refsingu upp á fjóra til tólf leiki.

Ronaldo verður í banni í síðari leiknum gegn Barcelona í vikunni og nú er útlit fyrir að hann missi einnig af fyrstu leikjum Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni.

Aganefnd spænska knattspyrnusambandsins kemur saman í vikunni og þá kemur í ljós hversu langt bann Ronaldo fær.

Hér að neðan má sjá atvikið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner