Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 14. ágúst 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Sergi Roberto orðaður við Man Utd - Insigne til Liverpool?
Powerade
Insigne gæti fyllt skarð Coutinho hjá Liverpool samkvæmt slúðri dagsins.
Insigne gæti fyllt skarð Coutinho hjá Liverpool samkvæmt slúðri dagsins.
Mynd: Getty Images
Sergi Roberto er orðaður við Manchester United.
Sergi Roberto er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með kjaftasögur en rúmar tvær vikur eru í að félagaskiptaglugginn loki.



Chelsea er að íhuga tilboð í Ivan Perisic (28) kantmann Inter en Manchester United hefur verið á eftir honum í sumar. (Mirror)

Cesar Azpilicueta (27) telur að Chelsea þurfi að krækja í nokkra nýja leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Evening Standard)

Chelsea er tilbúið að bjóða 50 milljónir punda í Virgil van Dijk varnarmann Southampton. (Daily Star)

Manchester United ætlar að borga riftunarverð Sergi Roberto (25) hjá Barcelona ef miðjumaðurinn vill fara frá félaginu. Seri er með 36,5 milljóna punda riftunarverð í samningi sínum. (Don Balon)

Manchester United er nálægt því að kræja í framherjann Bruno Amorim (19) frá Oliveirense í Portúgal. (Daily Mail)

Antoine Griezmann (26) verður ósáttur ef Atletico Madrid selur markvörðinn Jan Oblak. Griezmann gæti þá íhugað að ganga í raðir Manchester United. (Don Balon)

Leicester ætlar að hafna 31,8 milljóna punda tilboði frá Roma í Riyad Mahrez (26). Leicester vill fá 50 milljónir punda fyrir Mahrez. (Mirror)

Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Juventus, hefur áhuga á Naby Keita (22) miðjumanni Leipzig. Liverpool hefur verið á eftir Keita í sumar. (La Gazzetta dello Sport)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Liverpool verði að styrkja hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Liverpool Echo)

Lorenzo Insigne (26) gæti komið til Liverpool frá Napoli ef Philippe Coutinho fer til Barcelona. (Express)

Tottenham gæti reynt að fá Keita Balde (22) framherja Lazio. (Mirror)

Jese Rodriguez (24), kantmaður PSG, hefur hafnað tilboði frá Fiorentina til að fara til Stoke á láni. (Sun)

Ronald Koeman, stjóri Everton, ætlar ekki að standa í vegi fyrir miðjumanninum Gareth Barry (36) ef hann vill róa á önnur mið. (Liverpool Echo)

Nacer Chadli (28), kantmaður WBA, gæti verið á leið til Swansea. (Express and Star)

Paul Clement, stjóri Swansea, vill loka félagaskiptaglugganum áður en tímabilið byrjar. Clement er þreyttur á óvissunni í kringum Gylfa Þór Sigurðsson. (Daily Mail)

Schalke er í viðræðum við Chelsea um að fá varnarmanninn Baba Rahman (23) á láni. (Sky sports)

Newcastle ætlar að reyna að fá Jack Wilshere (25) miðjumann Arsenal en hann var utan hóps gegn Leicester á föstudag. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner