Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mán 16. janúar 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Alls konar sögur af Diego Costa
Powerade
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Dimitri Payet.
Dimitri Payet.
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Chelsea, er í risastóru hlutverki í slúðurpakkanum í dag.



Diego Costa (28), framherji Chelsea, hafnaði nýjum samningi upp á 200 þúsund pund á viku á dögunum. Costa hafnaði samningnum áður en hann lenti í rifrildi við Antonio Conte í síðustu viku. (Times)

Costa er tilbúinn að sættast og spila með Chelsea út tímabilið þrátt fyrir orðróm um að hann sé á leið til Kína. (The Sun)

Costa ætlar að hreinsa loftið og ræða við Conte í vikunni. Hann fer hins vegar frá Chelsea í sumar eftir að hafa hafnað tveggja ára framlengingu á samningi sínum. (Daily Express)

Conte býst við að Costa mæti aftur til vinnu í vikunni eftir að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, greindi frá því að hann vilji að þeir sættist. Abramovich hefur engan áhuga á að selja Costa frá Chelsea. (Daily Mail)

Conte hefur sagt Costa að gleyma því að fara til Kína. „Peningar eru ekki allt," sagði Conte. (Mirror)

Jiangsu Suning í Kína hefur boðið Costa 600 þúsund pund á viku. Félagið er tilbúið að kaupa Costa frá Chelsea á 80 milljónir punda. (Daily Star)

West Ham er að verða opnari fyrir því að selja Dimitri Payet í janúar. (Evening Standard)

Jacques-Henri Eyraud, forseti Marseille, ætlar að fljúga til London í dag til að reyna að kaupa Payet frá West Ham. (Telegraph)

Mark Noble, fyrirliði West Ham, segist ekki hafa rætt við Payet í tvær eða þrjár vikur. (Sky Sports)

Tony Pulis, stjóri WBA, vill styrkja hópinn en hann hefur óskað eftir að fá meiri pening til leikmannakaupa. (Daily Mail)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir engin tilboð frá Kína hafa komið í leikmenn sína. (The Guardian)

Robert Snodgrass segist einbeita sér að því að spila með Hull þrátt fyrir orðróm um að hann sé á förum. (Daily Star)

Mark Hughes, stjóri Stoke, vill halda Bojan Krkic þrátt fyrir áhuga Middlesbrough. (Mirror)

Newcastle United hefur ekki gefið upp alla von á að fá miðjumanninn Tom Cairney (25) frá Fulham. (Newcastle Chronicle)

Real Salt Lake í MLS deildini vill fá bandaríska framherjann Brooks Lennon (19) á láni frá Liverpool. (ESPN)

Mesut Özil segist líða mjög vel í London. Í síðustu viku sagði Özil að hann þyrfti að vita framtíð Arsene Wenger áður en hann myndi skrifa undir nýjan samning hjá Arsenal. (Þýska landsliðið)

Aston Villa ætlar að lána Aly Cissokho til Olympiakos. (Supersport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner