Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mán 16. janúar 2017 15:22
Elvar Geir Magnússon
Webb: Jöfnunarmark United átti ekki að standa
Howard Webb dæmdi úrsltialeik HM 2010.
Howard Webb dæmdi úrsltialeik HM 2010.
Mynd: Getty Images
Howard Webb, sem var einn fremsti dómari heims fyrir nokkrum árum, segir að dómgæslan hafi kostað Liverpool sigur á Old Trafford í gær.

Zlatan Ibrahimovic jafnaði seint í leiknum og bjargaði stigi fyrir Manchester United en Antonio Valencia var rangstæður í aðdragandanum. Aðstoðardómarinn Mick McDonough var illa steðsettur og tók ekki eftir því.

„Manchester United græddi á mistökum aðstoðardómarans. Staðsetning skiptir öllu máli þegar þú ert aðstoðardómari og hann er ekki þar sem hann á að vera," segir Webb.

„Hann er of neðarlega á hliðarlínunni og getur því ekki metið hvort Antonio Valencia er rangstæður rétt áður en hann fær boltann. Sem hann er."

„Í þessu tilfelli gefur hann sóknarleikmanninum vafann. Hann veit að hann var rangt staðsettur á mikilvægum tímapunkti."



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner