Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 16. apríl 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Mandzukic til Arsenal?
Powerade
Mario Mandzukic er orðaður við Arsenal.
Mario Mandzukic er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er að sjálfsögðu á sínum stað í dag.



Jose Mourinho er vongóður um að fá Diego Costa framherja Atletico Madrid til Chelsea á 50 milljónir punda í sumar. (The Guardian)

Lukasz Fabianski gæti gert nýjan samning við Arsenal ef hann fær meiri spiltíma. (The Sun)

Andrea Pirlo segist hafa verið nálægt því að fara til Chelsea árið 2009 en Silvio Berlusconi eigandi AC Milan kom í veg fyrir það. (Metro)

Manchester United ætlar að reyna að kaupa Luke Shaw vinstri bakvörð Southampton frá 30 milljónir punda fyrir HM í sumar. (Daily Telegraph)

Hull vill halda Jake Livermore þegar lánssamningur hans frá Tottenham rennur út í sumar en West Ham og Stoke hafa einnig áhuga. (Daily Mirror)

Arsenal hefur ákveðið að snúa sér að Mario Mandzukic framherja FC Bayern þar sem ólíklegt er að Diego Costa komi til félagsins. (Daily Express)

Manchester City ætlar að ræða nýjan samning við Edin Dzeko. (The Sun)

Jesse Lingard segir að sjálfstraustið verði í botni þegar hann mun koma aftur til Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Brighton í vetur. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner