Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. apríl 2014 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Pellegrini: Leikurinn gegn Liverpool situr enn í leikmönnum
Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, var vonsvikinn með 2-2 jafnteflið gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fernandinho kom Man City yfir í leiknum en Connor Wickham hafði þó önnur örlög í huga fyrir City er hann skoraði tvö lagleg mörk áður en Samir Nasri jafnaði metin undir lok leiksins.

Þetta jafntefli var afar dýrkeypt í titilbaráttunni en liðið er búið með 33 leiki og er þá sex stigum á eftir toppliði Liverpool.

,,Við spiluðum ekki vel og virtist leikurinn gegn Liverpool um helgina enn sitja í okkur og því áttum við ekki skilið að vinna," sagði Pellegrini.

,,Jafntefli er ekki nóg því Liverpool og Chelsea eru fyrir ofan okkur og við þurftum á þremur stigum að halda. Við munum sjá seinna hvað mun gerast en möguleikar okkar eru minni."

,,Það vantaði margt í liðið, hvernig við spiluðum, vörðumst og þá vantaði karakter líka. Við gátum bara ekki gleymt leiknum gegn Liverpool. Þetta snýst allt um hugarfarið núna þar sem við getum ekki lengur treyst á eigin úrslit en við verðum að reyna að vinna síðustu fimm leiki tímabilsins,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner