Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. júlí 2017 14:00
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Fanndís fékk klapp á bakið frá Frey
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðarnir ef svo má segja í íslenska kvennalandsliðinu þær, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru til umræðu á fyrsta fréttamannafundi liðsins í Ermelo í Hollandi í morgun.

Allar byrjuðu þær síðasta æfingaleik liðsins fyrir mótið gegn Brasilíu á Laugardalsvellinum. Samtals eiga þær 14 landsleiki á bakinu.

Sú sem hefur vakið hvað mesta athygli nýliðana fyrir spilamennsku sína er miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir sem fyrir rúmlega mánuði síðan hafði ekki leikið einn landsleik.

„Hún kom inn í leikinn gegn Brasilíu eins og hún hafi spilað 100 landsleiki áður," sagði Fanndís Friðriksdóttir á fréttamannafundinum þegar hún lýsti liðsfélaga sínum úr Breiðablik. Þá var Ingibjörg að leika sinn annan landsleik á ferlinum.

Fanndís þekkir það vel að fara ung á stórmót því 19 ára fór hún á EM í Finnlandi 2009.

„Þegar ég fór fyrst þá kom ég inn þegar það voru þrjár mínútur eftir og mér fannst það geðveikt," sagði Fanndís sem telur yngri stelpurnar í hópnum nú vera meira undirbúnar en þegar hún sjálf var að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu. Freyr Alexandersson þjálfari landsliðsins tók undir þau orð og hrósaði til að mynda Fanndísi fyrir sinn þátt í því.

„Ég á alltaf eftir að klappa Fanndísi á bakið fyrir þetta. Eftir leikinn gegn Brasilíu þá var Fanndís fyrst til að stíga upp og hrósa Öglu Maríu fyrir sinn leik í viðtölum. Stuðningurinn sem eldri hafa sýnt yngri bæði innan sem utan vallar sýnir hvað þetta eru flottir og sterkir karakterar í hópnum," sagði Freyr og hélt áfram.

„Það er ekki bara þjálfurnum að þakka að þær hafa fengið traust heldur líka leikmönnum."

Fréttamannafundinn má sjá í heild hér að neðan:


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner