Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. júlí 2017 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Birni tókst ekki að skora - Ingvar hélt hreinu gegn Aroni
Björn hefur veið sjóðheitur að undanförnu.
Björn hefur veið sjóðheitur að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkrir leikir að klárast í norsku úrvalsdeildinni, en í deildinni er fullt af íslenskum leikmönnum.

Tveir þeirra, Ingvar Jónsson og Aron Sigurðarson, mættust þegar Sandefjord og Tromsö spiluðu.

Ingvar stóð í markinu hjá Sandefjörd sem vann öruggan 3-0 sigur. Aron spilaði einnig allan leikinn, hjá Tromsö, og fékk gult spjald.

Hjá Álasundi eru þrír Íslendingar, Aron Elís Þrándarson, Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson, en þeir voru allir í byrjunarliðinu gegn Haugesund í dag.

Leikurinn fór ekki vel fyrir Álasund sem tapaði 2-0.

Að lokum gerði Molde 0-0 jafntefli gegn Stromsgödset. Björn Bergmann Sigurðarson, sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu með Molde, tókst ekki að skora í dag.

Sandefjord 3 - 0 Tromsö
1-0 Erik Mjelde ('1)
2-0 Joackim Solberg ('5)
3-0 Håkon Lorentzen ('69)

Haugesund 2 - 0 Álasund
1-0 Shuaibu Lalle Ibrahim ('55)
2-0 Tor Arne Andreassen ('84)

Molde 0 - 0 Stromsgödset

Danmörk
Hallgrímur Jónasson var ónotaður varamaður hjá Lyngby í 2-1 sigri á Silkeborg og þá spilaði Hjörtur Hermannsson ekki með Bröndby í öruggum 4-0 sigri á Midtjylland. Danska úrvalsdeildin var að hefjast að nýju, en þetta voru leikir í 1. umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner