Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 16. júlí 2017 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Þriðji tapleikur Norrköping í röð
Hjörtur hafði betur gegn Elíasi
Jón Guðni er lykilmaður hjá Norrköping.
Jón Guðni er lykilmaður hjá Norrköping.
Mynd: Getty Images
Haukur fékk sínar fyrstu mínútur í sænsku úrvalsdeildinni.
Haukur fékk sínar fyrstu mínútur í sænsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Tveir Íslendingaslagir voru í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Örebro fékk IFK Göteborg í heimsókn og þar voru Íslendingar í báðum liðum. Annar var í byrjunarliði og hinn byrjaði á bekknum.

Bakvörðurinn Hjört­ur Logi Val­g­arðsson spilaði 77 mínútur hjá Örebro sem vann leikinn sannfærandi 4-2.

Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður hjá Göteborg á 83. mínútu, en hann náði ekki að láta til sín taka.

Á Vinavöllum mættust AIK og Norrköping.

Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Norrköping og á bekknum voru Guðmundur Þórarinsson og Arnór Sigurðsson. Guðmundur kom inn á þegar 54 mínútur voru búnar leiknum.

Hjá AIK spilaði Haukur Heiðar Hauksson síðustu mínúturnar, en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli.

Leikurinn fór 1-0 fyrir AIK, en þetta var þriðji tapleikur Norrköping í röð. Liðið er þó áfram í öðru sæti á meðan AIK er í fjórða sæti.

Örebro 4 - 2 IFK Göteborg
1-0 Nahir Besara ('10)
2-0 Nordin Gerzic ('17)
3-0 Nahir Besara ('22)
4-0 Nahir Besara ('35)
4-1 David Wiklander ('60)
4-2 Emil Salomonsson ('66, víti)

AIK 1 - 0 Norrköping
1-0 Sjálfsmark ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner