Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 16. október 2017 19:00
Elvar Geir Magnússon
Leikmaðurinn Heimir breytti taktík liðsins
Heimir í leik með FH á sínum tíma.
Heimir í leik með FH á sínum tíma.
Mynd: Boltamyndir
„Heimir er einn mesti fótboltahugsuður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni."

Svona byrjar skemmtilegur pistill Jóns Þorgríms Stefánssonar á Facebook en þar skrifar hann um fyrrum samherja sinn í FH, Heimi Guðjónsson.

„Heimir lifir fyrir fótbolta og kannski kynntist maður því sérstaklega sem herbergisfélagi hans í mörg ár. Sem fyrirliði liðsins var hann endalaust að spá í hvernig við gætum bætt okkur sem lið og oft á tíðum breytti hann um taktík í miðjum leik sem leikmaður og það með skipunum til okkar og oft án samráðs við þjálfara hvers tíma," segir Jón í pistlinum.

„Ég lærði mikið af Heimi sem leiðtoga sem hefur nýst mér á mínum ferli. Hann var beinskeyttur og ekki mikið fyrir að tala undir rós, er mér í fersku minni þegar hann öskraði einu sinni á mig í leik á móti Grindavík sem við vorum að vinna 4-1 og 20 mín eftir: "Jónsi, ef þú ert orðinn sáttur og nennir ekki meiru skaltu drulla þér útaf" - hehe, ég var reyndar alveg hel sáttur við að hafa lagt upp tvö mörk og fengið víti í leiknum. Svona leiðtogi var Heimir inná vellinum, aldrei gefið eftir og ýtti okkur áfram."

„Man líka að þegar við unnum fyrsta titilinn sem lið, deildabikarmeistarar sem engum fannst merkilegt nema okkur, því Heimir var búinn að inprenta það í okkur að við þyrftum að læra að vinna og vildi meina að þetta væri fyrsta skrefið að okkar fyrsta Íslandsmeistaratitli," segir Jón.

„Ég spilaði aldrei undir stjórn Heimis sem þjálfara en það má segja að við höfum allir sem spiluðum með honum í raun spilað undir stjórn hans. Ég var alltaf viss um að hann yrði frábær þjálfari. Ég vill með þessum pósti þakka honum opinberlega fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið og sína meðspilara. Myndi 'tagga' hann, en þeir sem þekkja Heimi vita að fyrr munu svín fljúga og helvíti frysta áður en hann skráir sig á Facebook."

Heimir Guðjónsson var látinn fara frá FH eftir liðið tímabil en hann átti 18 mögnuð ár hjá félaginu, Um liðna helgi var tilkynnt að Ólafur Kristjánsson væri nýr þjálfari Fimleikafélagsins.

Sjá einnig:
Myndir: Heimir Guðjóns og gullaldartímabil FH


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner