Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 17. janúar 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Man City í viðræðum um kaup á Messi
Powerade
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Diego Costa kemur að sjálfsögðu við sögu í pakka dagsins.
Diego Costa kemur að sjálfsögðu við sögu í pakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er langur í dag eins og oft vill verða í janúar.



Manchester City hefur rætt við Barcelona um kaup á Lionel Messi (29) á 100 milljónir punda. (Sun)

City ætlar að gefa Pep Guardiola 250 milljónir punda til leikmannakaupa. (Daily Star)

Guardiola ætlar að fá nýjan markvörð til City í sumar eftir dapra frammistöðu Claudio Bravo (33). (Daily Mail)

Diego Costa (28), framherji Chelsea, er á óskalista Barcelona og Atletico Madrid. (Independent)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, ætlar ekki að hreinsa loftið og taka fund með Costa. Hann ætlar að sjá hvernig leikmaðurinn stendur sig á æfingum í vikunni. (Guardian)

Dimitri Payet (29) er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að snúa aftur til Marseille. (BBC)

Manchester United hefur hafnað nýju 13 milljóna punda tilboði frá Lyon í Memphis Depay (22). (Daily Mail)

Manchester United er á meðal félaga sem vilja fá Vinicius Junior (16) framherja Flamengo. Brasilíska félagið hefur nú þegar hafnað einu tilboði frá United í Junior. (Independent)

Manchester United er einnig á eftir Kieran Tierney (19), vinstri bakverði Celtic. (Daily Mirror)

Enska knattspyrnusambandið ætlar að fara að taka upp leikbönn á leikmenn sem verða uppvísir af leikaraskap. (Times)

Middlesbrough er að kaupa framherjann Patrick Bamford (23) frá Chelsea á fimm milljónir punda. Bamford var kallaður til baka úr láni frá Burnley um helgina en hann fékk lítið að spila þar. (Northern Echo)

Brasilíska félagið Flamengo ætlar að reyna að fá Kenedy (20) frá Chelsea. Kenedy hefur spilað 20 leiki síðan hann kom til Chelsea frá Fluminense árið 2015. (Daily Express)

West Ham og Sunderland hafa áhuga á Chris Woods (25), framherja Leeds. 15 milljóna punda verðmiði er hins vegar að fæla liðin frá. (ESPN)

Vonir West Ham um að fá miðjumanninn Fabian Delph (27) frá Manchester City virðist vera úr sögunni. Pep Guardiola vill ekki leyfa Delph að fara. (Birmingham Mail)

Middlesbrough ætlar að selja Gaston Ramirez (26) til Leicester á tíu milljónir og kaupa Bojan (26) frá Stoke í staðinn. (Sun)

Gael Kakuta (25), fyrrum kantmaður Chelsea, hefur verið orðaður við Swansea. Kakuta spilar í dag með Hebei China Fortune í Kína. (L'Equipe)

Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, hefur staðfest að félagið sé að landa bakverðinum Carl Jenkinson (24) frá Arsenal. (Evening Standard)

Jurgen Klopp ætlar ekki að senda kantmanninn Sheyi Ojo (19) á lán. Newcastle og fleiri félög hafa áhuga á að fá Ojo á láni. (Liverpool Echo)

Umboðsmaður Christian Benteke (26) segir að leikmaðurinn sé með fulla einbeitingu á Crystal Palace þrátt fyrir að hafa verið orðaður við PSG. (Evening Standard)

Hull hefur spurst fyrir um Emmanuel Emenike (29), framherja Fenerbahce en hann var á láni hjá West Ham á síðasta tímabili. (Turkish-football.com)

Watford er að fá Mauro Zarate (29), framherja Fiorentina, á láni. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner