Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   þri 17. janúar 2017 14:30
Elvar Geir Magnússon
Telja Liverpool og Man City hafa gert stærstu mistökin
Bravo hefur ekki náð að fóta sig vel í enska boltanum.
Bravo hefur ekki náð að fóta sig vel í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Football365 hefur sett saman lista yfir stærstu mistök tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Í efsta sæti listans er Manchester City fyrir að hafa fengið til sín markvörð sem er ekki betri en sá sem var fyrir.

Í öðru sæti er Liverpool fyrir sömu sakir, fengið til sín markvörð sem er ekki betri en sá sem var fyrir.

Pep Guardiola, stjóri City, lánaði Joe Hart frá sér þegar hann fékk Sílemanninn Claudio Bravo sem hefur síðan orðið aðhlátursefni í ensku úrvalsdeildinni og á í mestu vandræðum með að verja skot.

Liverpool hefur átt gott tímabil en spurningar um hvernig liðinu hefði gengið ef það ætti betri markvörð skjóta eðlilega upp kollinum.

Í þriðja sæti er Manchester United fyrir að hafa sett Henrikh Mkhitaryan ekki fyrr í lykilhlutverk, Arsenal er í fjórða sæti fyrir að hafa ekki sett klásúlu um að geta kallað Jack Wilshere til baka og Crystal Palace í fimmta sæti fyrir að hafa haldið Alan Pardew of lengi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner