Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. febrúar 2018 20:30
Gunnar Logi Gylfason
Er Vinicius Junior tilbúinn fyrir Real Madrid?
Verðandi stjarna?
Verðandi stjarna?
Mynd: Getty Images
Vinicius Junior er nafn sem knattspyrnuáhugafólk gæti heyrt oft á komandi árum. Vinicius Junior er 17 ára Brasilíumaður sem gengur til liðs við Real Madrid fá Flamengo, í Brasilíu, á 18 ára afmælisdaginn sinn þann 12.júlí næstkomandi.

Real Madrid borgaði 38 milljónir punda fyrir leikmanninn í maí síðastliðnum, áður en leikmaðurinn spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Flamengo.

Sérfræðingur World Football Index í Suður-Ameríku, Adam Brandon, fór yfir kosti hans og galla.

Undanfarna mánuði hefur leikmaðurinn ungi sýnt af hverju Spánarmeistararnir voru tilbúnir að borga þessa upphæð fyrir hann. Hann hefur spilað sig inn í hjörtu stuðningsmanna Flamengo og er orðinn að uppáhaldi meðal þeirra.

Hann á það þó til að hanga of lengi á boltanum og reynir að sóla andstæðinga sína, eins og svo margir Brasilíumenn. Einnig reynir hann oft erfiðar sendingar en 70.7% sendinga hans á síðasta tímabili rötuðu á samherja, en það er töluvert undir meðaltali liðsins.

Leikmaðurinn heldur sér á jörðinni þrátt fyrir að vera búinn að semja við Spánarmeistarana og vekur það athygli.

Reinaldo Rueda, fyrrum þjálfari hans og núverandi landsliðsþjálfari Síle, sagði í viðtali við spænsku útvarpsstöðina Cadena Sur að hann er algjörlega á jörðinni og hrósaði honum fyrir það.

„Það merkilegasta við hann er að, þrátt fyrir að vera á leiðinni til Real Madrid, þá sýnir hann mikla virðingu, hlýðir skipunum og tekur leiðbeiningum vel. Hann er ekki með neina stæla, er mjög auðmjúkur. Hann er á réttri leið," sagði Rueda.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum gríðarlega efnilega leikmanni á komandi árum hjá Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner