Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. mars 2018 15:15
Gunnar Logi Gylfason
Batshuayi enn fórnarlamb kynþáttarníðs
Michy Batshuayi
Michy Batshuayi
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi sem kom á láni frá Chelsea til Dortmund í janúar er enn að lenda í kynþáttarníði af hálfu stuðningsmanna ítalska félagsins Atalanta.

Borussia Dortmund sló Atalanta út í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem Batshuayi skoraði 2 mörk fyrir Dortmund í einvíginu.

Ítalarnir léku eftir öpum þegar Batshuayi fékk boltann. Belginn svaraði á samskiptamiðlum eftir einvígið og minnti á að Dortmund hafi slegið Atalanta út úr keppninni.

Eftir að RB Salzburg sló Dortmund út sáu nokkrir stuðningsmenn Atalanta sér leik á borði og sendu skilaboð til Belgans með niðrandi skilaboðum og myndum af öpum og bönunum.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner