Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. apríl 2015 14:15
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið ÍBV: Heldur Glenn áfram að skora?
Jonathan Glenn tók silfurskóinn í fyrra.
Jonathan Glenn tók silfurskóinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Þá skoðum við líklegt byrjunarlið í upphafi móts. ÍBV er spáð fallbaráttu í sumar en munu naumlega bjarga sér í 10. sæti ef spá Fótbolta.net rætist. Þjálfaraskipti hafa orðið hjá Eyjamönnum og Jóhannes Harðarson tekinn við.



Abel Dhaira, landsliðsmarkvörður Úganda, heldur áfram að verja mark ÍBV en Guðjón Orri Sigurjónsson veitir honum samkeppni og er væntanlega ákveðinn í að hirða stöðuna.

Benedikt Októ Bjarnason kom frá Fram síðastliðið haust og hann hefur eignað sér stöðu hægri bakvarðar í Eyjum. Andri Ólafsson mætti heim til Eyja síðastliðið sumar og hann verður með fyrirliðabandið í sumar. Avni Pepa, landsliðsmaður Kosovo, verður með honum í hjarta varnarinnar en hann kom til Eyja í vetur. Hinn norski Tom Even Skogsrud verður í vinstri bakverði en Matt Garner verður lítið með í sumar eftir að hafa fótbrotnað illa undir lok síðasta tímabils. Hinn ungi Jón Ingason gæti einnig spilað í vinstri bakverði.

Eyjamenn binda miklar vonir við hollenska miðjumannin Mees Siers en líklegt er að Gunnar Þorsteinsson verði við hlið hans. Hafsteinn Briem kemur þó einnig sterklega til greina í byrjunarliðið. Fremst á miðjunni koma nokkrir leikmenn til greina. Hinn síungi Ian Jeffs verður í banni í fyrsta leik og Bjarni Gunnarsson byrjar því líklega. Gauti Þorvarðarson kemur líka til greina en hefur verið iðinn við kolann að undanförnu eftir að hafa raðað inn mörkum með KFS í fyrra.

Aron Bjarnason og Víðir Þorvarðarson eru leiknir kantmenn sem gætu sprungið út í sumar. Báðir með mikla hæfileika. Jonathan Glenn raðaði inn mörkum í fyrrasumar eftir erfiða byrjun. Glenn krækti í silfurskóinn og Eyjamenn binda vonir við að hann verði í sama ham í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner