Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. júlí 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna í dag - Meistararnir mæta til leiks
Þjóðverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar.
Þjóðverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar.
Mynd: Getty Images
Nú er aðeins einn dagur þangað til Ísland hefur leik á Evrópumótinu í Hollandi. Ísland spilar gegn Frakklandi á morgun, en í dag eru tveir hörkuleikir sem vert er að fylgjast með.

Ítalía og Rússland mætast í fyrri leik dagsins, en báðir leikirnir sem eru í dag eru í B-riðli mótsins. Leikirnir í gær voru í A-riðli.

Ítalía er 18. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland, og Rússland er í 25. sæti, en flestir telja þetta veiku liðin í riðlinum.

Þýskaland og Svíþjóð eru líklegri til að fara upp úr riðlinum, en þau mætast í stórleik kl. 18:45.

Þýskaland er ríkjandi Evrópumeistari.

Leikir dagsins:
16:00 Ítalía - Rússland (RÚV)
18:45 Þýskaland - Svíþjóð (RÚV 2)
Athugasemdir
banner
banner