Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. september 2014 21:40
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Sky Sports 
Sky: Solskjær fer frá Cardiff
Ole Gunnar Solskjaer.
Ole Gunnar Solskjaer.
Mynd: Getty Images
Allt þykir benda til þess að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær láti af störfum sem knattspyrnustjóri Cardiff.

Þetta fullyrðir Sky Sports, en Solskjær átti krísufund með forráðamönnum liðsins í dag.

Cardiff féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og hefur farið afar illa af stað í Championship-deildinni í vetur. Situr liðið í 17. sæti eftir sjö umferðir.

Hinn 41 árs gamli Solskjær tók við Cardiff í janúar á þessu ári, en áður hafði hann getið sér góðan orðstír sem stjóri Molde.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner