Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 17. september 2017 21:38
Hafliði Breiðfjörð
Orri: Við Óli og stjórnin gerðum þriggja ára plan um titilinn
Valsmenn fagna í kvöld.
Valsmenn fagna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábær tilfinning, ég er bæði mjög sáttur og mér finnst þetta líka verðskuldað," sagði Orri Sigurður Ómarsson varnarmaður Vals eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Það gerðu þeir með því að vinna 4-1 sigur á Fjölni á Hlíðarenda. En var spennustigið í lagi þó þeir hafi vitað að þeir fengju titil með sigri í dag?

Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 Fjölnir

„Já, mér fannst það. Auðvitað voru menn aðeins stressaðir ef það komu einhver mistök sem er eðlilegt en við erum búnir að fara í bikarúrslit tvö ár í röð og þekkjum alveg hvernig er að spila svona stórleiki. Við vorum ekkert á nálum."

Valur varð bikarmeistari undanfarin tvö ár og fyrir þau tímabil stefndi liðið aðeins að Evrópusæti í yfirlýstum markmiðum. Í ár virtust allir vita að það væri komið að Íslandsmeistaratitlinum því allir töluðu um hann.

„Þegar ég kom settist ég niður með Óla og stjórnarmönnum og við gerðum ákveðið þriggja ára plan. Það var vissulega mjög bjartsýnt, en við ætluðum að vinna þetta eftir þrjú ár. Bikarmeistaratitill hin árin var ákveðinn bónus en þetta var allt á plani. Fyrsta árið töldum við okkur ekki vera með hóp til að vinna en í fyrra töldum við okkur vera hóp til að vinna, og það gekk ekki. Því ákváðum við að fara á fullt í þetta núna og bættum við okkur mjög góðum mönnum."

Nánar er rætt við Orra í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir um tímabilið persónulega hjá sér og draumana um atvinnumennskuna.

Athugasemdir
banner
banner