Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Admir Kubat vill vera áfram á Íslandi
Admir Kubat í leik með Þrótti Vogum í sumar.
Admir Kubat í leik með Þrótti Vogum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Miðvörðurinn Admir Kubat hefur hug á að leika áfram á Íslandi en staðfestir Admir í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Hann var einn besti leikmaður Þróttar Vogum sem tryggði sér sæti í 2. deild í sumar.

Grindavíkingar voru hársbreidd frá því að klófesta Admir í sumarglugganum en félagaskiptin duttu upp fyrir á síðustu stundu. Grindavík var í harðri baráttu um Evrópusæti þegar þeir reyndu að fá Admir til félagsins.

Admir var í mögnuðu liði Víkings Ólafsvíkur sem setti stigamet í 1. deild karla árið 2015.

Í fyrra varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd og ákvað að leika í 3. deild í sumar til þess að komast í sitt gamla form.

Admir hefur m.a. verið orðaður við Njarðvík, sem mun spila í Inkasso-deildinni, í slúðurpakkanum hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner