Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 17. október 2017 19:31
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Gugga um Þýskaland: Hægt að velja tíu góð landslið
Gugga er mætt til Þýskalands þar sem íslenska landsliðsins bíður krefjandi verkefni
Gugga er mætt til Þýskalands þar sem íslenska landsliðsins bíður krefjandi verkefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er mætt til Wiesbaden í Þýskalandi en framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Ísland mætir heimakonum í Þýskalandi hér í Wiesbaden á föstudag og á í kjölfarið leik gegn Tékklandi í Znojmo þriðjudaginn 24. október.

Við hittum markvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur á liðshóteli Íslands fyrr í dag en hún á von á hörkuleikjum.

„Þetta eru erfiðustu liðin í riðlinum og það erfiðasta núna á föstudaginn,“ sagði Gugga sem hafði það frekar náðugt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar en reiknar með að vera í stærra hlutverki í næsta verkefni.

„Ég býst við allt öðruvísi leik en ef við spilum góðan varnarleik þá þarf ekki að vera að það verði alltof mikið að gera. En ég geri ráð fyrir því að það verði svolítið meira að gera en í síðasta leik“

Við spurðum Guggu út í þýska liðið sem er í öðru sæti á heimslistanum og hefur orðið heimsmeistari í tvígang.

„Þær eru í geggjuðu formi. Þær eru Þýskaland. Þær eru vélmenni. Þær eru með geggjað lið og eiga að vinna þennan riðil. Þær eru kandídatar í að vinna HM. Það er mikil áskorun fyrir okkur að fá að mæta þeim á útivelli og sjá hvar við stöndum.“

Þónokkur endurnýjun hefur orðið á þýska liðinu að undanförnu en Gugga segir að úrvalið af öflugum knattspyrnukonum í Þýskalandi sé gríðarlega mikið og nægur efniviður til að taka við keflinu í breyttu liði.

„Það er nægur efniviður í Þýskalandi og það er hægt að velja að minnsta kosti tíu góð landslið sem myndu öll vera á háum standard.“

Gugga spilaði með þýska stórliðinu Turbine Potsdam fyrri hluta árs 2013 og við spurðum hana að lokum út í upplifun sína af þýska boltanum samanborið við aðrar deildir sem hún hefur spilað í.

„Þetta var miklu harðari heimur. Ég var reyndar kannski í öfgafyllri aðstæðum en gengur og gerist í dag. Hjá Potsdam voru stundum þrjár æfingar á dag og þetta var pínu survival of the fittest. Ef þú lifðir af vikuna fékkstu að spila um helgina,“ sagði Gugga meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner