Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Stórleikir á Etihad og Bernabeu
Harry Kane fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu í kvöld.
Harry Kane fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í Meistaradeildinni í kvöld og eru stórleikir á dagskrá á Stöð 2 Sport 4 og 5.

Manchester City tekur á móti Napoli í F-riðli á meðan Real Madrid fær Tottenham í heimsókn í H-riðli.

Man City er á toppi E-riðils með sex stig en Napoli og Shakhtar Donetsk fylgja á eftir með þrjú.

Real og Spurs eru bæði með sex stig í H-riðli og líklegt að liðið sem tapar innbyrðisviðureignunum þurfi að berjast við Borussia Dortmund um annað sætið.

Liverpool heimsækir þá Maribor og APOEL tekur á móti Borussia Dortmund í opinni dagskrá.

E-riðill:
18:45 Spartak Moskva - Sevilla
18:45 Maribor - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)

F-riðill:
18:45 Man City - Napoli (Stöð 2 Sport 5)
18:45 Feyenoord - Shakhtar Donetsk

G-riðill:
18:45 RB Leipzig - Porto
18:45 Monaco - Besiktas

H-riðill:
18:45 Real Madrid - Tottenham (Stöð 2 Sport 4)
18:45 APOEL - Dortmund (OPINN á Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner