Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Mun Chelsea reyna við Vardy í janúar?
Vardy í leik með Leicester.
Vardy í leik með Leicester.
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi, sóknarmaður Chelsea, fékk talsverða gagnrýni eftir tap gegn Crystal Palace um helgina. Enskir fjölmiðlar segja að Antonio Conte telji að hann sé ekki nægilega öflug varaskeifa fyrir Alvaro Morata.

Meiðsli Spánverjans hafa búið til vandamál hjá ríkjandi Englandsmeisturum og talað um að þeir muni fara á markaðinn í janúar og reyna að kaupa sóknarmann.

Telegraph telur líkur á því að Chelsea muni reyna að fá Jamie Vardy frá Leicester sem er líklegur til að vera tilbúinn að taka skrefið og fara í Meistaradeildarfótbolta aftur.

Aðrir möguleikar sem Telegraph veltur upp eru Richmond Boakye hjá Rauðu stjörnunni í Belgrad og þá er Christian Benteke hjá Crystal Palace einnig nefndur.

Njósnarar Chelsea munu fylgjast með Boakye, sem er landsliðsmaður Gana, í Evrópudeildarleik gegn Arsenal á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner