Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 17. október 2017 14:15
Elvar Geir Magnússon
Sindri Snær: Er búinn að vera að ræða við Eyjamenn
Sindri Snær.
Sindri Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Sindri Snær Magnússon hefur verið að funda með Eyjamönnum um nýjan samning en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Sögusagnir hafa verið um að Sindri hyggist yfirgefa ÍBV en hann segir það vel mögulegt að hann geri nýjan samning við félagið.

Samningur Sindra er að renna út og hefur hann heyrt í áhugasömum félögum. Hann á ekki von á því að sín mál skýrist alveg strax.

Sindri, sem er 25 ára, lék 20 leiki fyrir ÍBV í sumar og aðstoðaði liðið að ná bikarmeistaratitlinum. Hann kom til félagsins frá Keflavík fyrir tveimur árum.

Fyrr í dag gaf varnarmaðurinn Hafsteinn Briem það út að hann væri að yfirgefa Eyjamenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner