Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. desember 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe hafði betur gegn Martial
Mbappe og Martial eru báðir í franska landsliðinu.
Mbappe og Martial eru báðir í franska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe hefur verið valinn besti ungi leikmaðurinn í Frakklandi af sjónvarpsþættinum Telefoot.

Mbappe vann baráttu við Anthony Martial, leikmann Manchester United og Maxime Lopez, leikmann Marseille, um verðlaunin.

Kosning fór fram um verðlaunin. Sérfræðingar í Frakklandi kusa annars vegar og almenningur hins vegar, en Mbappe var efstur hjá sérfræðingum og Lopez efstur hjá almenningi.

Mbappe var hins vegar efstur heilt yfir, hann var eins og áður segir efstur hjá sérfræðingum en hann var í öðru sæti hjá almenningi.

Martial var í þriðja sæti hjá almenningi og öðru sæti hjá sérfræðingum og endaði í öðru sæti heilt yfir. Lopez var í þriðja sæti.

Mbappe átti frábært ár. Hann hjálpaði Mónakó að vinna frönsku úrvalsdeildina ásamt því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann gekk svo í raðir Paris Saint-Germain fyrir í sumar.

Þegar hann tók við verðlaununum talaði Mbappe um að vinna Meistaradeildina og að komast á HM með Frakklandi næsta sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner