Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 18. janúar 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Buttner: Ég varð Englandsmeistari, ekki Gerrard
Buttner lék nokkra leiki fyrir Man Utd.
Buttner lék nokkra leiki fyrir Man Utd.
Mynd: Getty Images
Alexander Buttner, fyrrum bakvörður Manchester United, skýtur föstum skotum að Steven Gerrard, fyrrum fyrirliða Liverpool, í viðtali við De Telegraaf.

Buttner, sem lék aðeins 28 leiki fyrir Man Utd yfir tvö tímabil, er ánægður með þann árangur sem hann náði á Englandi og segir hann til að mynda betri en þann árangur sem Steven Gerrard náði á ferli sínum í úrvalsdeildinni.

„Ég var inn á vellinunm 30 sinnum fyrir United. Ég var Englandsmeistari, hverjir aðrir geta sagt það? Ég get það, en Steven Gerrard getur það ekki," sagði Buttner við De Telegraaf.

„Ég varð miklu betri fótboltmaður eftir að hafa verið þarna. Ég spilaði í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Bayern og Arjen Robben," sagði Buttner ennfremur.

Buttner fór frá Man Utd til Dynamo Moskvu, en hann er nú kominn aftur í uppeldisfélag sitt, Vitesse Arnhem. Þar samdi hann á mánudaginn síðasta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner