Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mið 18. janúar 2017 15:45
Elvar Geir Magnússon
Í hvaða stöðu þurfa ensku liðin helst að fá mann?
Antonio Conte, stjóri Chelsea.
Antonio Conte, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Þarf Klopp hraðan leikmann?
Þarf Klopp hraðan leikmann?
Mynd: Getty Images
Maðurinn sem Arsenal þarf?
Maðurinn sem Arsenal þarf?
Mynd: Getty Images
Fonte hefur verið orðaður við United.
Fonte hefur verið orðaður við United.
Mynd: Getty Images
Íþróttafréttamenn Mirror fengu einn stuðningsmann hvers liðs í ensku úrvalsdeildinni til að leggja sitt mat á hvar þeirra lið þyrfti helst að styrkja sig.

Chelsea: Sóknarmann
Diego Costa gæti farið frá Chelsea í þessum mánuði. Liðið þarf að fá öflugan mann í framlínuna, sérstaklega í ljósi þess að framtíð Costa er í lausu lofti. Antonio Conte treystir Michy Batshuayi ekki fullkomlega. Félagið er orðað við Fernando Llorente og hann yrði góð viðbót en yrði ekki fullnægjandi arftaki Costa. Það er erfitt að fá heimsklassa sóknarmann í janúar svo ég býst við stærri breytingum í sumar

Tottenham: Sóknarmann/vængmann
Þetta er óvenjulegur gluggi fyrir Spurs því það virðist ekki vera neitt sérstakt svæði sem þurfi nauðsynlega að styrkja. Það er búið að byggja liðið vel upp og það eru gæðaleikmenn í hverri stöðu. Ef allir haldast heilir gætum við barist um titilinn til loka. Ef einhver er fenginn inn væri gáfulegast að fá leikmann fyrir framtíðina. Klókur, ungur sóknarmaður sem gæti þróast undir Mauricio Pochettino yrði besti kosturinn. Leikmenn sem hafa verið nefndir eru portúgalski vængmaðurinn Bruma, Ryan Sessegnon hjá Fulham og Króatinn Ante Coric.

Liverpool: Vængmann
Ég vill að Liverpool kaupi sóknarleikmann með hraða. Það er bara einn alvöru vængmaður í hópnum og það er Sadio Mane sem er í Afríkukeppninni. Án Mane í liðinu vantar Liverpool þennan hraða sem gerir liðið svo hættulegt í skyndisóknum. Til að geta barist um titil á þessu ári tel ég að hraður vængmaður sem getur skorað mörk gæti gert gæfumuninn.

Arsenal: Hægri bakvörð
Hector Bellerín hefur verið í meiðslavandræðum, Gabriel líður illa í þessari stöðu, Carl Jenkinson er á förum og Mathieu Debuchy er gleymdur. Það er ljóst að Arsenal ætti að leggja áherslu á að fá reyndan hægri bakvörð á næstu tveimur vikum. Rafinha hjá Bayern München hefur bara spilað níu deildarleiki á þessu tímabili og hann gæti verið góður meðan Bellerín jafnar sig algjörlega af meiðslunum.

Manchester City: Miðvörð
Þrátt fyrir að hafa eytt yfir 150 milljónum punda síðasta sumar eru stuðningsmenn City ekki sáttir við gæðin í leikmannahópnum. Claudio Bravo hefur skapað spurningamerki yfir markvarðarstöðunni, áframhaldandi meiðsli Vincent Kompany skilja eftir sig skarð í hjarta varnarinnar og leikbönn hins skapheita Fernandinho hefur opinberað skort á breidd á miðsvæðinu. Á heildina vantar liðinu sárlega breidd en vegna vandamálana í vörninni væri ég helst til í öflugan og sterkan miðvörð sem lætur í sér heyra og er með leiðtogahæfileika.

Manchester United: Miðvörð
Eric Bailly er í Afríkukeppninni með Fílabeinsströndinni og Chris Smalling er skugginn af þeim leikmanni sem hann var síðasta tímabil. Jose Mourinho ætti að skoða það að fá miðvörð. Phil Jones og Marcos Rojo hafa myndað miðvarðaparið síðustu vikur en Argentínumaðurinn er ansi heppinn að hafa ekki fengið rauð spjöld. Jose Fonte og Aymeric Laporte eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við United, sá fyrrnefndi er góður kostur fyrir landa sinn enda hefur hann farið fram á sölu frá Southampton.

Everton: Markvörð
West Bromwich Albion: Vinstri bakvörð
Stoke City: Sóknarmann
Burnley: Miðjumann
Bournemouth: Miðvörð
West Ham: Sóknarmiðjumann

Gylfi Sigurðsson hefur verið nefndur og yrði frábær kostur.
Southampton: Sóknarmann eða miðvörð
Watford: Varnarmiðjumann
Leicester: Miðvörð
Middlesbrough: Sóknarmann
Crystal Palace: Varnarmiðjumann
Hull City: Hægri bakvörð
Sunderland: Miðjumann
Swansea: Miðvörð

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner