Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 18. janúar 2017 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Þú gast séð að þeir skömmuðust sín
Klopp var ánægður með sigurinn.
Klopp var ánægður með sigurinn.
Mynd: Getty Images
„Ég elska þetta í fótbolta, að allir geti valdið vandamálum," var það fyrsta sem Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði við fjölmiðla eftir 1-0 sigur á Plymouth í enska FA-bikarnum í kvöld.

Klopp vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum, en hann er á því máli að það hefði hjálpað liðinu mikið í framhaldinu af leiknum.

„Þetta var klár vítaspyrna í fyrri hálfleiknum (á Daniel Sturridge) og það hefði hálpað okkur vegna þess að þetta lið hefur ekki spilað mikið saman. Þú gast séð að þeir skömmuðust sín að tapa einvígum gegn liði í 4. deild," sagði Klopp.

Klopp var sáttur með að klára leikinn í venjulegum leiktíma.

„Þetta var gott hjá okkur í seinni hálfleiknum, en svo vorum við líka dálítið staðir. Við fengum vítaspyrnu, og 2-0, 3-0, 4-0 hefði verið gott, en ég er líka sáttur með 1-0."

„Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því hvort við myndum komast áfram eða ekki, en ég hugsaði samt með mér, 'guð minn góður, aðrar 30 mínútur', en þetta er allt í góðu. Engin framlenging, klárað verk, förum heim."

Lucas Leiva skoraði sjaldgæft mark í leiknum og Klopp var spurður út í það.

„Við spilum gamlir gegn ungum í hverri einustu viku á æfingum og hann skorar alltaf mest fyrir gamla liðið, sem er ótrúlegt," sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner