Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. mars 2018 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðurkennir að Emre Can sé efstur á innkaupalistanum
Emre Can gæti verið á förum frá Liverpool.
Emre Can gæti verið á förum frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Framkvæmdastjóri Juventus, Giuseppe Marotta viðurkennir að þýski miðjumaðurinn Emre Can sé efstur á óskalista félagsins fyrir sumarið, hann er þó ekki viss um að hann muni koma.

Samningur Can við Liverpool rennur út eftir tímabilið og hefur hann verið sterklega orðaður við Ítalíumeistara Juventus. Liverpool vill líka halda honum en hann ætlar að bíða með allar viðræður þangað til tímabilinu lýkur.

„Ég neita því ekki að við erum að einbeita okkur að Emre Can og erum að bíða eftir svari frá honum," segir Marotta.

„Okkar aðalmarkmið er að fá hann. Ef við fáum neikvætt svar frá honum, þá munum við einbeita okkur að öðrum leikmönnum."

Þess má geta að þetta var svar Marotta er hann var spurður út í Jack Wilshere, miðjumann Arsenal, og hvort Juventus hefði áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner