Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. apríl 2018 22:30
Ingólfur Stefánsson
„Spurs þarf að eyða til þess að ná City"
Mynd: Getty Images
Ian Wright, fyrrum sóknarmaður Arsenal og sérfræðingur á SkySports, telur að Tottenham þurfi að styrkja lið sitt í sumar ef þeir ætli sér að berjast við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili.

City vann Tottenham 3-1 um síðustu helgi og varð Englandsmeistari þegar ljóst varð að Manchester United tapaði fyrir WBA.

Eftir jafntefli gegn Brighton í gær er Tottenham nú 19 stigum frá toppliðinu.

„Þeir þurfa að eyða pening í sumar. Þeir þurfa að eyða honum í rétta leikmenn. Við sáum Everton eyða miklum pening síðasta sumar en það er mikilvægt að eyða í rétta leikmenn."

„Það verður ekki auðvelt fyrir Tottenham að fá rétta leikmanninn. Hann þarf að koma til Englands og velja Tottenham fram yfir City, United og Chelsea."

„Þetta er samt það sem liðin sem eru nú á eftir City þurfa að gera. Þau þurfa að eyða og þurfa að byrja næsta tímabil af krafti. Þau þurfa að fá leikmenn sem eru tilbúnir að byrja af krafti strax og það eru ekki ódýrir leikmenn."


Tottenham mætir Manchester United í undanúrslitum FA bikarsins á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner