Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. apríl 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Ferdinand: Kane er heiðarlegur leikmaður
Mynd: Getty Images
Les Ferdinand fyrrum sóknarmaður Tottenham segir að það sé eðlilegt að Harry Kane hafi sóst eftir því að fá mark sem upphaflega var skráð á liðsfélaga hans Christan Eriksen skráð á sig.

Kane fékk síðara mark Tottenham í 2-1 sigri gegn Stoke á dögunum skráð á sig eftir að hann hélt því fram að fyrirgjöf Christian Eriksen hefði komið við öxl sína.

Atvikið hefur vakið mikla athygli í fréttum og á samfélagsmiðlum. Ferdinand sem hefur unnið með Kane hjá Tottenham segir að það sé ekkert að því að framherji sækjist eftir mörkum.

„Þetta er í eðli alvöru framherja. Ef hann kemur við boltann, þó það sé ekki nema með einu hári, þá sækist hann eftir því að fá það skráð á sig."

„Ég þekki Harry og hef unnið með honum. Hann er einn sá allra heiðarlegasti sem ég hef unnið með, ef hann segist hafa snert boltann, þá trúi ég því."

Kane er í harðri baráttu við Mo Salah leikmann Liverpool í keppninni um gullskóinn. Kane er fjórum mörkum á eftir Salah þegar fjórir leikir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner