Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 18. maí 2015 09:15
Elvar Geir Magnússon
Felipe Anderson á Old Trafford?
Powerade
Felipe Anderson til United?
Felipe Anderson til United?
Mynd: Getty Images
Liverpool ku hafa áhuga á þessum.
Liverpool ku hafa áhuga á þessum.
Mynd: Getty Images
Mánudagsslúðrið úr ensku götublöðunum er hér mætt úr prentun í öllu sínu veldi. BBC tók flesta molana saman.

Rickie Lambert, fyrrum leikmaður Southampton, gæti verið á leið til Bournemouth en þessi 33 ára sóknarmaður fekk ekki margar spilmínútur hjá Liverpool. (Daily Mirror)

Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, hefur trú á því að Angel Di Maria verði góður hjá liðinu á næsta tímabili eftir að hafa sýnt óstöðugleika á þessu. (Sky Sports)

Manchester United hefur komið með stórt tilboð í brasilíska framherjann Felipe Anderson (21) sem hefur verið frábær með Lazio í vetur. Leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Chelsea. (Gazzetta dello Sport)

Framkvæmdastjóri Wolfsburg segir Kevin De Bruyne ekki til sölu en Manchester City vill fá þennan 23 ára Belga sem áður lék fyrir Chelsea. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gagnrýnir gráðuga foreldra og umboðsmenn sem vilji fá mikla peninga fyrir börnin sín of snemma á ferlinum. (Daily Star)

Mourinho segir að uppgangur Ruben Loftus-Cheek (19) hjá Chelsea sé meiri hvatning fyrir leikmenn í unglingaliðum félagsins en titlar í yngri flokkunum. (Guardian)

Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, telur að Nigel Pearson eigi að vera stjóri ársins fyrir að bjarga liðinu frá falli. (Guardian)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur áhuga á að fá sóknarmanninn Stevan Jovetic frá Manchester City en þessi 25 ára leikmaður hefur ekki náð að festa sig í sessi á Etihad leikvanginum. (Daily Mirror)

Yaya Toure (32), miðjumaður Manchester City, hefur fengið tilboð um 8 milljónir punda fyrir að klára ferilinn með Al Gharafa hjá Katar. (The Sun)

Manuel Pellegrini, stjóri City, segir að félagið muni setjast niður með Toure í lok tímabilsins til að ræða framtíðina. (TalkSport)

Pellegrini hefur sagt samningslausa miðjumanninum James Milner (29) að það væri best fyrir feril hans að vera áfram hjá City. (Daily Express)

Jordan Henderson telur að leikmenn Liverpool hafi brugðist fyrirliðanum Steven Gerrard í síðasta leik hans á Anfield. (Daily Star)

Dick Advocaat verður ekki áfram stjóri Sunderland, sama þó hann nái að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. (Sun)

Birmingham hefur áhuga á Jay Emmanuel-Thomas (24), sóknarmanni Arsenal, sem hefur verið leystur undan samningi við Bristol City. Leeds, Nottingham Forest og Wigan hafa einnig áhuga. (Birmingham Mail)

Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, segir að það sé engin þörf á því að selja mikilvægustu leikmenn félagsins þrátt fyrir áhuga á Yannick Bolasie (25) og Scott Dann (28). (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner