Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
   fim 18. maí 2017 20:39
Elvar Geir Magnússon
Feðgar mættu FH - „Vel gert pabbi!"
Gunnar segist aldrei hafa verið eins stressaður fyrir leik!  Hér standa feðgarnir í ströngu í leiknum í dag.
Gunnar segist aldrei hafa verið eins stressaður fyrir leik! Hér standa feðgarnir í ströngu í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
49 ára varnarmaður Sindra, Gunnar Ingi Valgeirsson, var í eldlínunni í bikarleiknum gegn FH í dag. Fyrir aftan hann í marki Sindra stóð svo sonur hans, Róbert Marvin Gunnarsson, sem hafði nóg að gera.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 Sindri

„Ég hef aldrei verið eins stressaður fyrir leik og í dag," sagði Gunnar. „Ég er búinn að vera á nálum í allan dag en um leið og flautið kom þá hvarf stressið. Þetta var virkilega gaman og maður naut hverrar mínútu meðan maður var inná vellinum."

„Þegar ég spilaði minn fyrsta meistaraflokksleik held ég að enginn í okkar liði hafi verið fæddur."

Gunnar segir að það hafi verið skemmtilegt að spila með soninn fyrir aftan í markinu.

„Maður heyrði stundum 'Vel gert pabbi!' Þetta er mjög gaman og þess vegna er maður enn í þessu. Maður heldur sér í formi með fótboltaæfingunum, maður má aldrei stoppa og heldur áfram á haustin. Ég hef verið heppinn með meiðsli."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en þar er einnig rætt við son Gunnars, Róbert markvörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner