Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. júlí 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Þjálfari umferða 1-11: Ekkert öruggt fyrr en þið setjið staðfest í svigann
Óli Stefán Flóventsson (Grindavík)
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, er þjálfari umferða 1-11 í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net.

„Þetta kemur á óvart þegar maður horfir yfir þjálfaralistann í Pepsídeildinni því þar eru frábærir þjálfarar á hverju horni. Að sama skapi kemur það mörgum á óvart að nýliðar séu í öðru sæti þegar mótið er hálfnað og menn horfa sjálfagt í það þegar menn eru að velja svona," sagði Óli Stefán við Fótbolta.net

Grindavík er með 21 stig í öðru sæti deildarinnar og Óli segir að stigasöfnunin sé langt fram úr væntingum fyrir mót.

„Við vinnum eftir formúlunni 1 stig á leik þannig að 11 stig hefði verið par. Stigasöfninun hefur hins vegar gengið vonum framar og við erum stigi frá parinu yfir allt mótið sem verður að teljast vel ásættanlegt þó nóg sé eftir ennþá," sagði Óli en hver er lykillinn að þessari velgengni?

„Fyrst og fremst vinnuframlagi hópsins í heild. Okkur hefur tekist að setja saman leikmannahóp sem er vel stilltur og trúir skilyrðislaust á það sem ég set fyrir þá. Á bak við mig eru tveir algjörir fagmenn fram í fingurgóma. Jankó (Milan Stefán Jankovic) er hands down besti keiluþjálfari á Íslandi. Hans viska og reynsla hefur nýst okkur frábærlega. Svo erum við með Þorstein Magnússon sem er ekki bara afbragðs markmannsþjálfari heldur er hann framúrskarandi leikgreinandi."

„Við erum með tvo geggjaða liðstjóra, þá Arnar og Gumma sem mæta tveimur til þremur tímum fyrr á æfingar til að gera allt klárt fyrir leikmenn og þjálfara. Allt þetta raðast svo saman í frábæra liðsheild sem er til í að gera allt fyrir Grindavík."


Fyrsta markmið Grindvíkinga er að tryggja sæti sitt í deildinni og þeir eru ekki farnir að horfa lengra en það ennþá.

„Við eigum eftir að ná fyrsta markmiði og á meðan það er eftir höldum við okkur við það. Hins vegar setjumst við niður núna í vikunni og gerum upp fyrri hluta mótsins. Í þeirri vinnu fer hópurinn yfir þá vinnu sem bíður okkar í seinni umferð."

Óli ætlar að styrkja leikmannahópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. „Við erum að skoða það vel. Reynsla okkar af þessum málum hefur kennt manni það að segja sem minnst því í þessum efnum er ekkert öruggt fyrr en þið setjið staðfest í svigann," sagði Óli léttur í bragði að lokum við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11
Leikmaður umferða 1-11
Dómari umferða 1-11
Þjálfari umferða 1-11
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner