Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fim 19. janúar 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Bernardo Silva til Man Utd á risa upphæð?
Powerade
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: Getty Images
Payet er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Payet er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tólf dagar eru í að félagaskiptaglugginn loki. Kíkjum á slúðrið.



Manchester United er að undirbúa 70 milljóna punda tilboð í Bernardo Silvao (22) miðjumann Monaco. United ætlar að bjóða í leikmanninn í sumar. (Sun)

Marseille er að undirbúa þriðja tilboð sitt í Dimitri Payet (29) eftir að tilboði upp á 20 milljónir punda var hafnað. (Sky Sports)

Payet æfir með unglingaliði West Ham þessa dagana en hann er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að komast burt frá félaginu og fara aftur til Marseille. (Daily Mirror)

Michail Antonio (26) er að gera nýjan fimm og hálfs árs samning við West Ham upp á 70 þúsund pund í laun á viku. (Guardian)

Arsenal hefur ekki hafið viðræður við Jack Wilshere (25), Alex Oxlade-Chamberlain (23) og Kieran Gibbs (27) um nýja samninga en þeir eiga allir 18 mánuði eftir af samningi sínum. (Evening Standard)

Arsenal er áfram í viðræðum við Alexis Sanchez (28) um nýjan samning en félagið hefur sagt Juventus að leikmaðurinn sé ekki til sölu. (Daily Mirror)

Crystal Palace er að undirbúa tíu milljóna punda tilboð í Ben Davies (23) vinstri bakvörð Tottenham. Spurs vill hins vegar fá að minnsta kosti 20 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Sun)

Middlesbrough hefur hafnað sex milljóna punda tilboði frá Aston Villa í framherjann Jordan Rhodes. (Daily Mail)

Manchester City vonast til að Gabriel Jesus (19) fái loksins leikheimild fyrir leikinn gegn Tottenham á laugardaginn. (Guardian)

Hull er að kaupa hægri bakvörðinn Omar Elabdellaoui frá Olympiakos. (Sky Sports)

Burnley hefur boðið 7,5 milljónir punda í Robert Snodgrass (29), miðjumann Hull. (Daily Mail)

Burnley er að kaupa varnarmanninn Marc Roberts (26) frá Barnsley á 3,5 milljónir punda. (Guardian)

Swansea og Everton hafa áhuga á Yoric Ravet (27), miðjumanni Young Boys. (L'Equipe)

Gaston Ramirez (26), leikmaður Middlesbrough, gæti farið til Leicester á tólf milljónir punda. Leicester ætlar einnig að bjóða Leonardo Ulloa (30) nýjan samning til að halda honum hjá félaginu. (The Times)

Christian Benteke (26), framherji Crystal Palace, segist ekki vera á leið til Kína. (Daily Star)

Atletico Madrid gæti neyðst til að selja topp leikmenn í sumar og þar á meðal Antoine Griezmann (25). Félagið þarf að fjármagna nýjan heimavöll sinn. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner