Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. janúar 2018 21:30
Ingólfur Stefánsson
Barkley: Ég vill verða heimsklassa leikmaður
Mynd: Chelsea
Ross Barkley nýjasti leikmaður Chelsea segist stefna á að bæta sig sem leikmaður hjá liðinu og komast í hóp heimsklassa leikmanna.

Þessi 24 ára leikmaður gekk til liðs við Chelsea frá uppeldisfélagi sínu, Everton, fyrr í mánuðinum en á enn eftir að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið vefna meiðsla.

Hann verður hinsvegar líklega í leikmannahóp Chelsea þegar liðið heimsækir Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Ég vill komast á þann stað að ég er talinn einn af þeim bestu og ég held að Chelsea sé rétta liðið fyrir mig til þess að ná því. Ég vill að fólk líti á mig sem heimsklassa miðjumann."

Alvaro Morata og Pedro eru báðir í leikbanni hjá Chelsea. Það gæti gefið Barkley möguleika á því að koma inn í byrjunarliðið við hlið Eden Hazard.

Barkley lítur mikið upp til Hazard og lýsir honum sem ótrúlegum leikmanni.

„Það eru ekki margir með jafn mikil gæði og hann. Hann er einn af þeim bestu. Ég er ekki eins leikmaður en ef ég kemst nálægt honum í gæðum verð ég mjög glaður."

Athugasemdir
banner
banner