Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. apríl 2014 13:37
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tottenham lagði Fulham auðveldlega
Harry Kane og Paulinho skoruðu báðir
Harry Kane og Paulinho skoruðu báðir
Mynd: Getty Images
Tottenham 3 - 1 Fulham
1-0 Paulinho ('35)
1-1 Steve Sidwell ('37)
2-1 Harry Kane ('48)
3-1 Younes Kaboul ('62)

Tottenham og Fulham mættust í fyrsta leik dagsins í ensku Úrvalsdeildinni þar sem heimamenn þurftu sigur í evrópubaráttunni og gestirnir í fallbaráttunni.

Leikurinn var jafn til að byrja með en smám saman tóku heimamenn stjórn er líða tók á leikinn.

Paulinho kom Tottenham yfir eftir aukaspyrnu frá Christian Eriksen en Steve Sidwell jafnaði leikinn tveimur mínútum síðar eftir varnarmistök.

Staðan var jöfn í leikhlé og var hinn ungi Harry Kane ekki lengi að koma heimamönnum yfir í síðari hálfleik þegar hann kláraði fyrirgjöf frá Aaron Lennon.

Younes Kaboul bætti þriðja markinu við eftir aukaspyrnu frá Eriksen og Sidwell brenndi af vítaspyrnu áður en leiknum lauk með 3-1 sigri Tottenham sem er nú sex stigum yfir Manchester United í evrópudeildarsæti, en Rauðu djöflarnir eiga tvo leiki til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner