Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. apríl 2018 14:00
Ingólfur Stefánsson
Rafael segir Van Gaal hafa eyðilagt feril sinn hjá United
Rafael fagnar marki
Rafael fagnar marki
Mynd: Getty Images
Louis Van Gaal er umdeildur
Louis Van Gaal er umdeildur
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Louis Van Gaal var ráðinn knattspyrnustjóri hjá Manchester United sumarið 2014 og tók við starfinu af David Moyes.

Van Gaal var ekki vinsæll hjá United og var látinn fara tveimur árum síðar. Rafael Da Silva spilaði sem hægri bakvörður hjá United á árunum 2008-2015 og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari þar.

Hann fékk lítið að spila eftir að Van Gaal tók við liðinu og segir hann að Van Gaal hafi verið eina ástæðan fyrir því að hann hafi yfirgefið félagið sem hann elskaði.

„Þegar það fréttist að hann væri að taka við liðinu komu nokkrir einstaklingar að mér, þar á meðal leikmenn, og sögðu mér að honum líkaði ekki vel við Brasilíumenn. Ég trúði því ekki."

„Þegar hann kom kallaði hann mig á fund á skrifstofu sína og tilkynnti mér að ég mætti fara. Fundurinn tók eina mínútu. Það tók mig smá tíma að fara en þegar ég fór var ég orðinn örvæntingafullur. Mér þótti það leitt því að ég elskaði allt við Manchester United en það var bara einn maður sem var ástæðan fyrir því að ég fór."

„Hann er ekki slæmur þjálfari en mér líkar ekki við persónuleika hans. Einn daginn í mötuneytin félagsins eftir að ég fékk höfuðmeiðsl gegn Yeovil, einn af fáum leikjum sem ég fékk að spila, talaði hann við hópinn. Ég snerti höfuðið á mér því mér var illt og hann kom að mér og lagði hönd sína á höfuðið á mér. Hann sagði: Afhverju berðu ekki virðingu fyrir mér?"

„Ég varð reiður og sagði að ég hefði aldrei sagt neitt við hann sem bar vott um óvirðingu. Antonio Valencia kom í kjölfarið upp að mér og sagði að ég myndi ekki spila aftur. Leikmenn máttu ekki svara Van Gaal. Hann hafði rétt fyrir sér, ég spilaði varla aftur."


Rafael yfirgaf United og gekk til liðs við Lyon í Frakklandi í ágúst 2015. Hann segir þó að Van Gaal hafi ekki verið hættur og að hann hafi fengið SMS skilaboð frá honum eftir að hann kom til Frakklands.

Í skilaboðunum stóð einfaldlega: „Svona er fótboltinn"

„Ég trúði þessu ekki. Hann talaði varla við mig og svo sendir hann mér þessi skilaboð," sagði Rafael í viðtali við ESPN.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner