Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mið 19. júlí 2017 10:05
Magnús Már Einarsson
Dier ekki til Man Utd - Benzema til Arsenal?
Powerade
Dier fer ekki til Manchester United samkvæmt slúðrinu.
Dier fer ekki til Manchester United samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Benzema gæti endað hjá Arsenal.
Benzema gæti endað hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Adrian gæti verið á förum frá West Ham.
Adrian gæti verið á förum frá West Ham.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er að sjálfsögðu á sínum stað í dag. Fullt af slúðri!



Antonio Conte er orðinn launahæsti stjórinn í sögu Chelsea en nýr tveggja ára samningur færir honum 9,5 milljónir punda í laun á ári. (Evening Standard)

Kevin Stewart (23) miðjumaður Liverpool er á leið til Hong Kong á átta milljónir punda. (Liverpool Echo)

Darren Randolph (30), markvörður West Ham, gæti farið til Newcastle eftir að Hamrarnir fengu Joe Hart á láni frá Manchester City. (Chronicle)

Mark Hughes, stjóri Stoke, gæti reynt að fá Yevhen Konoplyanka (27) kantmann Schalke til að fylla skarð Marko Arnautovic sem er á leið til West Ham. (Stoke Sentinlel)

Christopher Samba (33) fyrrum varnarmaður Blackburn, gæti verið á leið til Aston Villa en hann hefur verið á reynslu hjá félaginu. (Birmingham Mail)

Ross Barkley, miðjumaður Everton, vill fá 150 þúsund pund í viku hjá Tottenham. Everton vill að Tottenham borgi 50 milljónir punda fyrir Barkley. (Daily Mirror)

West Ham er að krækja í Javier Hernandez (29) framherja Bayer Leverkusen á þrettán milljónir punda. (Daily Express)

Neymar (25) hefur samþykkt tilboð frá PSG eftir að félagið borgaði 195 milljóna punda riftunarverð í samningi hans hjá Barcelona. (Daily Mail)

Jordi Mestre, varaforseti Barcelona, segir að Neymar sé ekki á förum. (Daily Star)

Tottenham gæti þurft að borga Moussa Sissoko (27) til að losa hann frá félaginu. Franski miðjumaðurinn kostaði 30 milljónir punda þegar Tottenham keypti hann í fyrrasumar. (Daily Mail)

Arsenal ætlar að reyna að fá Karim Benzema (29) frá Real Madrid ef Alexis Sanchez fer í sumar. (Daily star)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Sanchez sé ekki til sölu. (Sky sports)

PSG vill hins vegar kaupa Sanchez í sumar. (Daily telegraph)

Newcastle og Crystal Palace eru að skoða Adrian (30) markvörð West Ham en hann gæti verið á förum eftir að Joe Hart kom til West Ham. (Daily Mirror)

Leicester er í bílstjórasætinu í baráttunni um Kelechi Iheanacho (20) framherja Manchester City en hann gæti komið á 25 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Beijing Guoan í Kína vill fá Scott Dann (30) varnarmann Crystal Palace. (Sun)

Swansea er að reyna að fá Wilfried Bony (28) framherja Manchester City aftur í sínar raðir. Bony var í láni hjá Stoke á síðasta tímabili. (Sun)

Manchester United hefur hætt við að fá Eric Dier (23) þar sem Tottenham virðist ekki vilja selja hann. (Daily Mirror)

Kieran Trippier (26) hægri bakvörður Tottenham fær 70 þúsund pund í laun á viku í nýjum samningi sínum. (Daily Mail

Matty Pennington (22) varnarmaður Everton er á leið til Leeds á láni. (Liverpool Echo)

Arsenal er að semja við Joshua Zirkzee (16) framherja Feyenoord. (Sun)

Jack Wilshere (25) hefur fengið þau skilaboð að hann megi fara frá Arsenal í sumar. Wilshere er að skoða sín mál en hann á ár eftir af samningi sínum við Arsenal. (Daily Mirror)

WBA hefur hafnað tilboði frá Leicester í varnarmanninn Jonny Evans (29). (Daily Mail)

Sheyi Ojo (20), kantmaður Liverpool, er á leið til Fulham eða Middlesbrough á láni. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner