Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 19. júlí 2017 11:20
Elvar Geir Magnússon
Ermelo, Hollandi
„Græðir enginn á því að fá niðurbrotinn leikmann í viðtal"
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari segist hafa tekið ákvörðun um það sjálfur að Elín Metta Jensen myndi ekki mæta í viðtöl eftir tapið gegn Frakklandi í gær.

Franska liðið skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem Elín fékk dæmda á sig, skömmu eftir að hafa komið inn sem varamaður.

„Ég bað hana um að fara í langa sturtu og borða og jafna sig. Ég tók það bara á mig. Það hefði enginn grætt á því að fá niðurbrotinn leikmann í viðtal eftir svona frammistöðu," segir Freyr.

„Hún er klár í dag. Við leyfðum henni að jafna sig og hún kom í dag og talaði við alla (fjölmiðla), ekkert mál. Elín Metta er stelpa sem tekur ábyrgð og hefur tilfinningar."

„Höfum það á hreinu sem ég sagði í gær. Hún er engin skúrkur. Það er ekki skúrkur í þessu, þetta er einangrað atvik."

Freyr segir að leikmaður Frakklands hafi verið með leikaraskap sem hafi leitt til vítaspyrnu.

„Ég myndi frekar setja þetta á Amandine Henry sem fer langt inn á gráa svæðið og missir fæturna, lætur sig detta. Það má alveg hrósa henni fyrir að vera klók en það eru sumir sem vilja ekki að maður segi svona svo maður þarf að fara varlega. En Elín Metta lætur reynslumikinn leikmann koma sér í óþægilega stöðu og við sem lið hefðum getað forðast það," segir Freyr.

Hér má sjá viðtalið við Frey í heild sinni en hér að neðan er svo Elín Metta í viðtali sem tekið var í morgun.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Elín Metta var niðurbrotin eftir leik í gær: Þetta er ekki auðvelt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner