Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. febrúar 2017 19:08
Stefnir Stefánsson
Byrjunarlið Sutton og Arsenal: Nokkuð sterkt lið Arsenal
Walcott byrjar
Walcott byrjar
Mynd: Getty Images
Utandeildarliðið Sutton leikur á eftir stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Arsenal í 16 liða úrslitum enska bikarsins. Leikið verður á heimavelli Sutton United, Borough Sports Ground í Suður-Lundúnum og hefjast leikar á slaginu 19:55. Útsending hefst tíu mínútum áður og er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Sutton eru í 17. sæti utandeildarinnar á meðan Arsenal situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það eru því ekki nema 105 sæti milli liðanna og því verður áhugvert að sjá hvort að áhugamönnunum tekst að stríða atvinnumönnunum í kvöld.

Arsene Wenger stjóri Arsenal gaf það út fyrr í vikunni að hann ætlaði sér að stilla upp sterku liði í dag og má segja að hann hafi nokkurnveginn staðið við orð sín þrátt fyrir að hann sé ekki að spila á sínu allra sterkasta liði.

Theo Walcott byrjar frammi hjá Arsenal og Ospina er í markinu. Á bekknum eru Alexis Sanchez, Chamberlain og Gibbs meðal annars.

Byrjunarlið Sutton: Worner, Beckwith, Collins, Downer, Amankwaah, Eastmond, May, Bailey, Gomis, Deacon, Biamou.
Varamenn: John, Hudson-Odoi, Fitchett, Spence, Monakana, Tubbs, Shaw.

Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Gabriel, Mustafi, Holding, Monreal, Elneny, Xhaka, Reine-Adelaide, Lucas, Iwobi, Walcott.
Varamenn: Martinez, Debuchy, Mertesacker, Gibbs, Maitland-Niles, Oxlade-Chamberlain, Alexis Sanchez.
Athugasemdir
banner
banner