Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Mark biðst afsökunar - „Fólk keppist við að kalla þig heimskan“
Mark Duffield hughreysti son sinn eftir rauða spjaldið
Mark Duffield hughreysti son sinn eftir rauða spjaldið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark
Bjarni Mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Duffield, leikmaður Vals, hefur beðið félagið og stuðningsmenn þess afsökunar á að hafa fengið að líta rauða spjaldið í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær.

Siglfirðingurinn fékk að líta gula spjaldið á 33. mínútu í leiknum fyrir groddaralega tæklingu og fimm mínútum síðar var hann sendur í sturtu fyrir glórulaust brot er hann fór harkalega aftan í Örvar Eggertsson.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta atvik en Kristinn Freyr Sigurðsson, liðsfélagi Bjarna, lét hann meðal annars heyra það eftir rauða spjaldið og fékk sjálfur gult spjald fyrir frá Erlendi Eiríkssyni, dómara leiksins.

Bjarni hefur nú sjálfur tjáð sig á X um þetta atvik en þar viðurkennir hann að þetta hafi verið heimskuleg ákvörðun.

„Íþróttir eru brutal. Gleyma sér í 1/2 sek skemmir leikinn og fólk keppist við að kalla þig heimskan. Bið alla Valsara afsökunar, sannarlega heimskulegt, tek alla ábyrgð og gagnrýni á mig því liðið á hrós skilið fyrir leikinn. Takk fyrir stuðninginn Valsfjölskylda, áfram hærra,“ skrifaði Bjarni á X.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner