Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 20:31
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal endurheimti toppsætið
Trossard og Ödegaard skoruðu mörkin í kvöld
Trossard og Ödegaard skoruðu mörkin í kvöld
Mynd: Getty Images
Wolves 0 - 2 Arsenal
0-1 Leandro Trossard ('45 )
0-2 Martin Ödegaard ('90 )

Arsenal er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Wolves í 34. umferð deildarinnar á Molineux í kvöld.

Gestirnir byrjuðu ágætlega og voru greinilega ekki að láta tapið gegn Bayern München í vikunni hafa áhrif á rest tímabilsins. Declan Rice og Martin Ödegaard fengu ágætis skottilraunir en það vantaði eitthvað upp á.

Joao Gomes átti besta færi Wolves er hann skaut í stöng á 30. mínútu leiksins.

Undir lok fyrri hálfleiks kom fyrsta markið. Leandro Trossard skoraði bókstaflega upp úr engu. Arsenal-menn voru í teig Wolves, Gabriel Jesus með Matt Doherty í baki. Jesus sendi boltann frá sér og þá kom Trossard á ferðinni og setti boltann snyrtilega efst upp í hægra hornið.

Síðari hálfleikurinn fer ekki í sögubækurnar. Arsenal vildi bara sjá til þess að klára þennan leik og ná í mikilvægan sigur. Martin Ödegaard sá til þess að gulltryggja dæmið með öðru marki Arsenal í uppbótartíma.

Það lá í loftinu. Rice keyrði í átt að teignum, lagði hann út á Kai Havertz, sem framlengdi hann á Ödegaard. Jose Sá varði skot norska fyrirliðans, sem fékk boltann aftur. Nærstöngin var galopin fyrir Ödegaard sem átti ekki í vandræðum með að klára færið.

Arsenal er komið á toppinn með 74 stig, einu meira en Manchester City sem er í öðru sæti. Man City á hins vegar leik til góða. Wolves er í 11. sæti með 43 stig.
Athugasemdir
banner
banner