Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 14:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jafnt í Íslendingaslag í toppbaráttunni - Selma skoraði en það dugði skammt
Kristín Dís Árnadóttir
Kristín Dís Árnadóttir
Mynd: Bröndby/Mikkel Joh

Það var Íslendingaslagur í toppbaráttunni í dönsku deildinni í dag þegar Bröndby fékk Köge í heimsókn.


Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Kristín Dís Árnadóttir voru í byrjunarliði Bröndby en Emelía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Köge.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Bröndby er á toppnum með 36 stig og Köge í 3. sæti með 33 stig. Nordsjælland getur komist á toppinn með sigri á AGF á morgun.

Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á sem varamaður undir lok leiksins þegar Valerenga vann 2-0 sigur á Roa í norsku deildinni. Valerenga er á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Selma Sól Magnúsdóttir kom Nurnberg yfir strax á fyrstu mínútu þegar liðið heimsótti Frankfurt í þýsku deildinni. Frankfurt svaraði hins vegar með fjórum mörkum og 4-1 tap Nurnberg staðreynd.

Nurnberg er í næst neðsta sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner